A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólahald í 100 ár - árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 26. mars 2011
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG.
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG.
« 1 af 5 »
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík í gær. Nemendur og starfsfólk skólans settu upp glæsilega leiksýningu þar sem rakin var 100 ára saga skólahalds á Hólmavík en í vetur eru einmitt 100 ár frá því að skólahald hófst. Arnar S. Jónsson, tómstundafulltrúi í Strandabyggð samdi leikritið, leikstjóri var Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kennari í Grunnskólanum á Hólmavík, tónlistarstjóri var Stefán Jónsson tónlistarkennari en Tónskólinn á Hólmavík sá um tónlistina og nemendur og starfsfólk Grunnskólans léku og sungu. Að sýningu lokinni var haldinn fjölskyldudansleikur í Félagheimilinu. Íbúar í Strandabyggð fjölmenntu á árshátíðina.

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Grunn- og Tónskólanum til hamingju með vandaða sýningu og íbúum öllum til hamingju með 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón