A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skemmtiferđaskip til Hólmavíkur í sumar

| 05. júní 2019
« 1 af 2 »
Skútan Panorama kemur til Hólmavíkur fimmtudaginn 13. júní n.k. og er þetta í fyrsta sinn sem skemmtiferðaskip kemur til Hólmavíkur í skipulagða ferð.  Panorama, sem tekur 48 farþega, kemur 9 sinnum í sumar.  Það má segja að góð samvinna og skjót viðbrögð allra sem að málinu komu, hafi gert þetta að veruleika.  Hólmavík er komin á kortið sem formlegur áfangastaður skemmtiferðaskipa!

Farþegar Panorama munu fara í rútuferð með leiðsögn um Strandir, auk þess sem þeir munu heimsækja Sauðfjársetrið, Galdrasafnið og borða á Café Riis.  Við fögnum þessum gestum og þessum áfanga, um leið og við horfum til frekari sóknar inn á þennan markað.  Nú þegar eru komnar fyrirspurnir fyrir sumarið 2021.

Þeir sem vilja fræðast um skútuna og fyrirtækið, geta kíkt á eftirfarandi heimasíðu: https://www.varietycruises.com/ships/ships/panorama
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón