A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjúkraţjálfarar

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 26. ágúst 2019

Sæl veriði íbúar í Strandabyggð.
Þar sem vöntun hefur verið á sjúkraþjálfurum á þessu svæði að þá höfum við fengið
leyfi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands til að vera með aðsetur á Heilsugæslunni á
Hólmavík og í Búðardal.
Við erum tveir sjúkraþjálfarar úr Reykjavík og höfum starfað sem slíkir í 7 ár. Við
stofnuðum Netsjúkraþjálfun vorið 2015 og hefur verið starfrækt síðan með góðum
árangri.
Þegar um álagseinkenni er að ræða að þá er mikilvægt að greina orsökina og vinna
með hana, sinna sérhæfðum æfingum ásamt því að losa um stífa vöðva og vefi. Í
Netsjúkraþjálfun losar hver og einn um þessa stífu vefi með nuddbolta eða nuddrúllu.
En aðallega eru það sérhæfðu æfingarnar og leiðrétting á líkamsstöðu /
líkamsbeitingu / vinnuaðstöðu ef við á sem skiptir máli í árangri til lengri tíma litið.
Þetta fyrirkomulag virkar þannig að:
1. Viðkomandi bókar tíma í skoðun.
2. Skoðun er framkvæmd á Heilsugæslunni á Hólmavík eða í Búðardal. Þessi
skoðun er eins og hefðbundin skoðun hjá sjúkraþjálfara.
3. Viðkomandi fær sérsniðna endurhæfingaáætlun sem samanstendur af fræðslu,
sérhæfðum æfingum og leiðbeiningum um nudd með nuddbolta / nuddrúllu.
4. Eftirfylgni í að minnsta kosti 4 vikur í gegnum símtöl eða myndfund.
Viðkomandi hefur greiðan aðgang að sjúkraþjálfara allan þennan tíma ásamt því að
sjúkraþjálfari hefur samband við skjólstæðing að minnsta kosti einu sinni í viku til að
fylgjast með gangi mála og uppfæra endurhæfingaáætlun í takt við einkenni.
5. Við metum saman eftir þessar fjórar vikur hvort viðkomandi þurfi á framhaldi að
halda, öðrum tíma hjá sjúkraþjálfara eða geti útskrifast.
Endurhæfingaáætlunina er hægt að opna í tölvu, smáforriti í snjallsíma og / eða
prenta út, allt eftir hvað hentar hverjum og einum.
Fyrst og fremst er það okkar markmið að viðkomandi fái bót á sínu vandamáli og
bendum viðkomandi samstundis á ef við teljum að Netsjúkraþjálfun henti ekki tilteknu
vandamáli og leiðbeinum með framhaldið.
Skoðun á stofu, sérsniðin endurhæfingaáætlun og eftirfylgni í 4 vikur kostar 20.705
krónur.
Við erum byrjuð að skrá niður þá sem vilja nýta sér þessa þjónustu, þannig endilega
sendið á okkur póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is til að skrá ykkur á
listann. Einnig ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur að þá endilega
sendið á okkur.
Frekari upplýsingar um okkar þjónustu er inn á www.netsjukrathjalfun.is
Bestu kveðjur,
Sara Lind Brynjólfsdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón