A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjálfsmynd, samfélagsmiðlar og samskipti kynjanna - fyrirlestur í kvöld, 24.01.23

Þorgeir Pálsson | 24. janúar 2023

Kæru íbúar Stranda og Reykhóla,

Foreldrafélögin á Hólmavík, Reykhólum og Drangsnesi bjóða upp á fræðslu um samskipti, sjálfsmynd og samfélagsmiðla í næstu viku.  Það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel fyrirlesarar frá Fokk me-Fokk you sem koma og halda fyrirlestur fyrir foreldra í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 24. janúar kl 19.30.

Á morgun,  miðvikudaginn 25. Janúar verða þau með fræðslu fyrir 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.  Fræðsla fyrir 5.-7. bekk kl.09:00 og fyrir 8.-10. bekk kl.10:30.  Nánar auglýst síðar.

Fræðslan fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.  Í fræðslunni er rætt um sjálfmyndina, hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags, áhrif fjölmiðla, virðingu, notkun samfélagsmiðla ofl.  Sérstaklega er rætt um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi. Í gegnum fræðsluna eru sýndar myndir og skjáskot sem unglingar hafa sent fyrirlesurunum, ræddar reynslusögur ungs fólk og reynslu þeirra Kára og Andreu úr starfi með unglingum.

 

Foreldrafélagið hvetur foreldra til fjölmenna á þennan fyrirlestur, sem snertir svo mjög okkar daglega líf og þroska og velferð barnanna okkar.

Kveðja

Forledrafélag Grunnskólans á Hólmavík

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón