A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sigurganga í Flandrasprettum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 23. mars 2017
Sigurvegarar stigakeppninnar ásamt skipuleggjendum
Sigurvegarar stigakeppninnar ásamt skipuleggjendum

Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir mánaðarlegum Flandraspretti þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði frá október til mars. Vegalengdin er 5 km með upphaf og endi við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Hlaupið er innanbæjar í Borgarnesi á upplýstum götum og gangstéttum, frá íþróttamiðstöðinni, áleiðis norður nesið og svipaða leið til baka. Keppt er í aldursflokkunum 18 ára og yngi, 19-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Keppt er í stigafjölda yfir allan veturinn og samanlagður stigafjöldi í öllum hlaupunum sex segir til um röðina í heildarstigakeppni vetrarins.

Þrátt fyrir vegalengdir og vetrarfærð hafa Strandamenn verið iðnir við þátttöku í Flandrasprettum, ekki síst hlaupahópurinn Margfætlurnar, enda er Strandamaðurinn Stefán Gíslason einn forkálfa Flandra. Í síðasta Flandraspretti tóku hvorki meira né minna en 10 einstaklingar búsettir á Ströndum þátt og voru sigursælir í þokkabót.

Eftirfarandi Strandamenn hlutu verðlaun í stigakeppnivetrarins:
Árný Helga Birkisdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki stúlkna, 18 ára og yngri.
Stefán Þór Birkisson varð stigahæstur yfir árið í flokki drengja, 18 ára og yngri.
Vala Friðgeirsdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki kvenna, 40-49 ára.
Auk þess hlutu Esther Ösp, Birkir og Vala öll útdráttarverðlaun.

Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón