A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samstađa

| 08. maí 2020

Undanfarnar vikur hafa reynt á marga.  Breytt vinnufyrirkomulag, skert skólasókn, fjarkennsla, aukin viðvera heima, takmarkanir á samskiptum og svona mætti lengi telja, hafa einkennt okkar daglega líf.  Í þessari viku small eitthvað af þessu í fastar skorður að nýju en annað er enn háð takmörkunum.  Þess vegna munum við áfram viðhalda þeim áherslum sem við höfum sett okkur og lifað eftir sl vikur. 

Mig langar til að hrósa íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir einbeitt framlag og mikla vinnu í þá átt að láta hlutina ganga upp.  Það er ekki sjálfgefið, en með sterkri samstöðu tókst það.  Það er t.d. ekki einfalt að skipuleggja skólastarf með þeim hætti sem stjórnendur Grunnskólans og starfsmenn hans hafa gert.  Þau eiga hrós skilið.  Síðast en ekki síst, eiga nemendurnir sjálfir hrós skilið fyrir að hafa aðlagast þessum breyttu aðstæðum.  Í heildina heyrist mér að aukið heimanám og meiri viðhvera þar hafi gengið vonum framan.

Og þó það hljómi öfugsnúið, þá er líka rétt að þakka þeim ættingjum og vinum, brottfluttum Strandamönnum og öðrum velunnurum sem tóku þá ákvörðun að heimsækja okkur ekki, t.d. um páskana.  Þá átti það við að vera heima, en þið eruð hjartalega velkomin þegar aðstæður leyfa.

Þessa samstöðu og samvinnu þurfum við nú að halda í og rækta í öðrum verkefnum í framtíðinni.  Það vilja allir gera sitt besta og með skilningi og umburðarlyndi, náum við árangri.

Góða helgi, njótum þess að búa í Strandabyggð.


kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón