A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samfestingsferđ Ozon

| 28. mars 2017
Hópurinn í Reykjavík escape
Hópurinn í Reykjavík escape
Félagsmiðstöðin Ozon fór í mikla ævintýrareisu til Reykjavíkur helgina 24.-26. mars. Tilefni ferðarinnar var Samfestingurinn, glæsilegir tónleikar í Laugardalshöll á vegum Samfés, þar sem 4.600 unglingar komu saman og skemmtu sér við fjölbreytta tónlist annarra unglinga og þjóðþekktra listamanna.

Á laugardeginum tóku svo við ýmsar keppnir ásamt því að farið var í heimsókn í Spilavini. Ozon átti fjóra fulltrúa í borðtenniskeppni Samfés þar sem Alma Lind Ágústsdóttir lenti í 2. sæti í stúlknaflokki. Stórglæsileg hljómsveit frá Ozon tók síðan þátt í söngkeppni Samfés. Díana Jórunn Pálsdóttir var þar í broddi fylkingar en hljómsveitin var fyrst á svið í Laugardalshöll og í beinni útsendingu á RÚV. Hljómsveitin stóð sig glæsilega en lenti þó ekki í neinu sæti, enda var keppnin gífurlega sterk.

Að söngkeppni lokinni var haldið í fimleikasal Bjarkanna í Hafnafirði þar sem mikið var hamast, eftir það fór hópurinn í sund í Suðurbæjarlaug, borðaði á Saffran og skrapp í ísbúð Vesturbæjar. Kvöldinu lauk svo með frábærri skemmtun á sýningunni Stefán Rís í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.

Sunnudagurinn hófst svo á æsispennandi flóttaleikjum og samvinnu í Reykjavík escape. Í kjölfarið var farið á skauta í Egilshöll og svo var haldið heim.

Unglingarnir stóðu sig vel í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og voru síðast hvar til sóma, eins og þeirra er von og vísa. Ferðin er eins konar hápunktur vetrarstarfs Ozon enda hafa unglingarnir töluvert fyrir að safna fyrir ferðinni, til dæmis með sjoppurekstri. Von er á myndbandi úr ferðalaginu.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón