A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

SEEDS vinnuhópur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 12. júní 2017
Hópurinn í Lyngholti, fleiri myndir eru vćntanlegar á Facebooksíđu tómstundafulltrúa
Hópurinn í Lyngholti, fleiri myndir eru vćntanlegar á Facebooksíđu tómstundafulltrúa
Vinnuhópur frá SEEDS kom til Hólmavíkur 1. júní síðastliðinn og dvelja hér til 14. sama mánaðar.

Í fyrstu voru þau sex en fimm sjálfboðaliðar klára vistina. Þau hafa unnið að endurbótum göngustíga í Kálfanesborgum og í fjörunni í námunda við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal.

Hópurinn hefur dvalist í Ungmennahúsinu Fjósinu og unnið undir handleiðslu Lýðs Jónssonar.

Á tímabilinu er hefð fyrir því að taka einn dag í frí og halda í ævintýraferð. Ferðin var farin síðastliðin föstudag með Esther Ösp Valdimarsdóttur og Ástu Þórisdóttur, fararstjórum. Haldið var inn í Ísafjarðardjúp og keyrt að Tyrðilmýri. Þar var hópurinn sóttur á bát og haldið var í dúntýnslu og skoðunarferð í Æðey. Um var að ræða einstaka lífsreynslu í náttúrufegurð, góðviðri og fjölbreyttu fuglalífi. Hópurinn klappaði kollum, kynntist fornum vinnuhefðum, skoðaði vitann og synti í sjónum.

Að heimsókn lokinn var haldið í Lyngholt þar sem Ólafur Engilbertsson leiddi okkur um gamla skólann, einkasafn föður síns og sagði frá Spánverjavígunum. Á bakaleiðinni var að sjálfsögðu stoppað við í Kaldalóni og gengið í átt að jöklinum. Deginum lauk svo með rjúkandi kaffi og meðlæti í Steinshúsi. 

Strandabyggð kann sjálfboðaliðum SEEDS bestu þakkir fyrir framlag sitt.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2020 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón