A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ráđning tómstundafulltrúa

| 09. júlí 2015
Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstsundafulltrúa í Strandabyggð til eins árs í fjarveru Estherar Aspar. 

Íris Ósk útskrifaðist úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands nú í sumar. Meðfram námi hefur Íris Ósk starfað hjá viðburðafyrirtækinu CP og þar tekið þátt í uppsetningu og framkvæmd ýmissra viðburða, hún hefur starfað hjá Þjóðskrá Íslands í hluta- og sumarstarfi en einnig hefur hún verið frístundaleiðbeinandi hjá frístundaheimilinu Glaðheimum svo eitthvað sé nefnt.

Íris Ósk mun fyrst koma til starfa um miðjan ágúst í nokkra daga en svo til fulls undir lok ágúst.

Við bjóðum Írisi Ósk hjartanlega velkomna í okkar góða hóp starfsmanna og íbúa í Strandabyggð.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón