A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Páskaopnun í Hérađsbókasafninu

| 04. apríl 2012
Héraðsbókasafnið verður opið á laugardaginn kemur, 7. apríl, kl 13:00 - 14:00. Er það eini opnunardagurinn sem eftir er fram til páska. Safnið opnar síðan aftur þriðjudaginn eftir páska og verður opið frá kl. 10:00 - 13:30 alla virka daga til vors og einnig á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 - 20:30. Sumaropnun verður nánar auglýst síðar.


Á safninu er alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða. Til að mynda bættist fjöldi bóka við safnkostinn eftir bókamarkað í Perlunni á dögunum. Þá eru í hverri viku teknar upp fjölmargar bækur úr safninu í Broddanesi og þeim komið fyrir á sérstöku borði, þar sem endurnýjað er á vikufresti. Loks eru keyptar inn á safnið allar vinsælustu bækur sem gefnar eru út hverju sinni. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi og fyrir aðeins kr. 2.900 á ári er hægt að fá lánaðan ótakmarkaðann fjölda bóka.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón