Nýtt ungmennaráð
Ungmennaþing fór fram í hádeginu 3. febrúar síðastliðinn á Café Riis og á Zoom. Á dagskrá þingsins var kynning á starfi ungmennaráðs, framboð og kosningar auk pizzaveislu.Kosningar fara almennt fram að hausti en töfðust vegna reglubreytinga.
Kosið er í aðalsæti í ráðinu til tveggja ára í senn og því halda Unnur Viðarsdóttir, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir og Valdimar Kolka Eiríksson sætum sínum. Marínó Helgi Sigurðsson og Þorsteinn Óli Viðarsson hlutu einnig kosningu sem aðalmenn. Michael Miro Gray, Árný Helga Birkisdóttir og Þórey Dögg Ragnarsdóttir voru kosin sem varamenn til eins árs. Því eru enn laus sæti tveggja varamanna.
Eingöngu bárust framboð frá einstaklingum á grunnskólaaldri en hópurinn er samstilltur, metnaðarfullur og hugmyndaríkur.
Við óskum ykkur til hamingju með kjörið og hlakkar til að að starfa með ykkur.