A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr tómstundafulltrúi í Strandabyggđ

| 03. maí 2013
Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðinn í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Esther mun vera í hlutastarfi frá 1. júní en þann 1. ágúst mun hún koma í fullt starf.

Menntun
Esther Ösp er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og um þessar mundir er hún að ljúka MA námi í ungmennafræðum frá sama skóla auk þess að vinna að viðbótardiplóma í kennslufræði framhaldsskóla.

Starfsreynsa og félagsstörf
Esther Ösp hefur víðtæka starfsreynslu. Má í því sambandi nefna að hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands meðfram námi á námskeiðunum Börn og barnæska og Sjónræn mannfræði auk þess að vinna að rannskóknarverkefni sem fjallar um siðinn að senda börn í sveit. Hún vann um tíma hjá Félagsþjónustu Kópavogs, var stuðningsfulltrúi í Unglingasmiðjunni sem er dagvistun fyrir unglinga í barnavernd. Esther var aðstoðarforstöðukona og forstöðukona í félagsmiðstöðvunum Ekkó, Kjarnanum og Jemen í Kópavogi, hún hefur komið að sumarstarfi KFUM og KFUK í Digraneskirkju auk ýmissra annarra starfa. Ennfremur hefur Ester Ösp verið virk í ýmsu félagsstarfi.

Við hlökkum til að fá Esther Ösp til starfa þann 1. júní.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2021 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón