A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný gjaldskrá Hólmavíkurhafnar

| 21. mars 2011
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Vakin er athygli á að ný gjaldskrá Hólmavíkurhafnar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar s.l. Hún öðlaðist þegar gildi og verður byrjað að innheimta eftir henni 1. apríl n.k. Rukkað verður eftir eldri gjaldskrá fyrir allan febrúarmánuð og nýju gjaldskránni fyrir marsmánuð. Nýja gjaldskráin hefur verið aðengileg á vefsíðu sveitarfélagsins og má sjá hana hér. Í gjaldskránni er boðið upp á nýtt viðlegugjald en þeir bátar sem dveljast lengur í höfninni en 30 daga á ári eiga kost á að greiða það. Í viðlegugjaldi eru innifalin lestargjöld, bryggjugjöld og vatnsgjald.

Ný hafnarreglugerð hefur einnig verið samþykkt fyrir Hólmavíkuhöfn og bíður hún staðfestingar innanríkisráðuneytis.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón