A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Niđurstöđur EFLU viđ nýjum myglusýnum

Ţorgeir Pálsson | 19. apríl 2024
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Nýlega bárust okkur niðurstöður EFLU við nýjum myglusýnum, sem tekin voru fyrir nokkrum vikum í yngri og eldri hluta grunnskólans.  Í kjölfarið var haldinn fundur sveitarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins með fulltrúa EFLU og er eftirfarandi í raun niðurstaða þess fundar.

Yngri hlutinn:
  • Engin mygla greindist í þeim sýnum sem tekin voru í yngri hlutanum og er greinilegt að réttar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi endurbyggingu.  Sagði fulltrúi EFLU að rétt væri staðið að málum af hálfu sveitarfélagsins.

Eldri hlutinn:
  • Mygla greindist í sýnum í eldri hlutanum, en þar er samt ekkert sem kemur á óvart, nema hugsanlega mygla í anddyri. Engin mygla greindist í þeim skrifstofum sem eru í notkun í eldri hlutanum.  Fulltrúi EFLU taldi í raun að hér væri ekki um mjög alvarlegt ástand að ræða, amk ekki miðað við marga aðra skóla sem glíma við myglu.  Það má geta þess í þessu sambandi, að um helmingur sveitarfélaga á landinu, glímir við myglu í skólum.
  • Tvær leiðir eru færar varðandi þá myglu sem greindist, sem eru að brjóta upp gólf og veggi og fjarlægja mygluna eða þrífa allt og kanna aftur ástandið eftir amk tvo mánuði.  Við munum fara þá leið sem reynst hefur okkur vel, sem er að brjóta upp og fjarlægja þá myglubletti sem greindust.  Fram til þessa hefur áherslan verið á uppbyggingu yngri hlutans og látið duga að rífa upp dúka í eldri hlutanum.  Verður ráðist í frekari framkvæmdir þar á næstunni.
Fulltrúi EFLU er væntanlegur hingað snemma í næstu viku og mun þá skoða með okkur eldri hlutann og einnig taka ryksýni á bókasafni.  

Þessi niðurstaða er okkur gleðiefni og staðfestir að við erum á réttri leið með okkar viðbrögð við þessu ástandi og þær framkvæmdir sem við höfum ráðist í.  Skýrslu EFLU má nálgast hér og teikningu sem sýnir sýnatökustaðina hér.

Kveðja og góða helgi,
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón