A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur spila í Stykkishólmskirkju

| 12. mars 2011
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Nótan, uppskeruhátíð fyrir tónlistarskóla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur-Húnavatnssýslu verður haldin hátíðleg í Stykkishólmskirkju í dag. Sex nemendur úr Tónskólanum á Hólmavík taka þátt í hátíðinni en það eru þau Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Tómas Andri Arnarsson, Ísak Leví Þrastarson, Sara Jóhannsdóttir, Dagrún Kristinsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Október 2018 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón