A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Neðsta hæðin í Þróunarsetrinu opnar í dag

| 10. júní 2011
Vorboðinn ljúfi - handverksmarkaður Strandakúnstar. Mynd IV.
Vorboðinn ljúfi - handverksmarkaður Strandakúnstar. Mynd IV.

Í dag, föstudaginn 10. júní kl. 14:00, opnar neðsta hæðin í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 með handverksmarkaði Strandakúnstar og sýningu á vegum Þjóðfræðistofu eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur um Höllu skáldkonu. Húsnæðið á neðstu hæðinni er í þróun og vinnslu en þar er áætlað að vera með rými fyrir móttöku sveitarfélagsins Strandabyggðar, fræðslu- og fundaraðstöðu, aðstöðu fyrir sýningar og viðburði svo eitthvað sé nefnt.

Handverksmarkaður Strandakúnstar
Opið verður alla daga í handverksmarkaði Strandakúnstar í sumar frá klukkan 14:00-17:00 og verða frávik frá því auglýst nánar síðar. Seljendum er bent á að hafa samband við Ásdísi í síma 694-3306 eða Ingibjörgu í 663-0497. Á markaðinum verður að venju margvíslegt handverk og prjónles sem laghentir Strandamenn hafa framleitt.

Sýning um Höllu skáldkonu
Í dag klukkan 15:00 opnar Þjóðfræðistofan á Hólmavík sýningu Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur sagnfræðings um Höllu skáldkonu frá Laugarbóli (1866-1937). Sýningin sem ber heitið "Svanurinn minn syngur" er hluti af meistaraprófsverkefni Guðfinnu í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Þjóðfræðistofa fékk sýninguna frá Reykhólum en hún var fyrst sett upp í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2008 og á sama tíma var gefin út bók með úrvali ljóða skáldkonunnar og æviágripi hennar. Þessi stórskemmtilega sýningin hefur víða verið sett upp og tekur Þjóðfræðistofa fagnandi við henni nú.

Halla Eyjólfsdóttir var húsfreyja á stórbýlinu Laugabóli við Ísafjarðardjúp frá lokum 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar. Hún var ekki einungis fjórtán barna móðir heldur lenti öll bústjórn að miklu leyti á henni þar sem eiginmaður hennar, Þórður Jónsson, var formaður á eigin skipi og því lítið heima við. Guðfinna segir í bók sinni um Höllu: „Þótt hlutskipti Höllu yrði að stjórna stóru búi mestan hluta ævinnar, þá var skáldskapurinn hennar hjartans mál. Hún gat hins vegar aðeins sinnt honum í hjáverkum og í ljóðum hennar urðu fuglar himinsins og himinhnettirnir táknmyndir hins frjálsa anda með lausn frá amstri hversdagslífsins.

Sýningin er á neðstu hæð Þróunarsetursins, heitt verður á könnunni og eru allir velkomnir.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón