A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Mosfellingar reyna viđ Íslandsmetiđ í planki

| 26. ágúst 2011
Hópplankiđ ógurlega (ljósm. ASJ)
Hópplankiđ ógurlega (ljósm. ASJ)
« 1 af 2 »
Það er mörgum í fersku minni þegar íbúar í Strandabyggð og gestir Hamingjudaga á Hólmavík settu Íslandsmet í hópplanki í sumar. Samkvæmt talningu voru 212 manns sem plönkuðu á Hólmavík, en nú hafa íbúar í Mosfellsbæ sett stefnuna á að slá þetta ríkjandi met um komandi helgi. Þá verður haldin með pompi og prakt bæjarhátíðin Í túninu heima, en þar er á dagskránni í kvöld að slá Íslandsmetið frá því í sumar.

Ekki virðist standa til að bæjarstjórnin þar syðra planki eins og sveitarstjórn Strandabyggðar gerði svo einstaklega fallega á Hamingjudögum. Við sendum hlýjar kveðjur til Mosfellinga, óskum þeim velfarnaðar í hópplankinu og minnum þá á að telja vel og vandlega!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón