A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Minnisvarđi afhjúpađur um Spánverjavígin

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. apríl 2015

 

Á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl var afhjúpaður minnisvarði um Spánverjavígin við Galdrasafnið á Hólmavík.
Ávörp fluttu Martin Garitano, héraðsstjóri Gipuzkoa í Baskalandi, Illugi Gunnarsson menningarmálaráðherra, Jónas Guðmundsson sýslumaður Vestfjarða og Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi fyrir hönd Strandabyggðar. Jónas Guðmundsson sýslumaður afturkallaði tilskipun forvera síns, Ara í Ögri, um að allir Baskar skyldu réttdræpir á Vestfjörðum. Leikskólabörn á Hólmavík sungu nokkur lög, Tapio Koivukari og fulltrúar frá Baskalandi fluttu sjóferðabæn og Steindór Andersen kvað rímur úr Fjölmóði eftir Jón lærða Guðmundsson við undirleik Ólafs J.Engilbertssonar á steinhörpu.

Að viðburðinum stóðu Baskavinafélagið á Íslandi, menningarstofnanir í Baskalandi Spánar og í Bandaríkjunum auk mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Strandabyggðar og sýslumannsembættisins á Vestjförðum.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir

Vefumsjón