A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Milljarđur rís - Dansbylting í Hnyđju

| 16. febrúar 2017

Milljarður rís 2017
Dansbylting UN Women í Hnyðju, Höfðagötu 17. febrúar kl. 12.30 - 13.
Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum!
Í ár heiðrum við minningu Birnu Brjánsdóttur.

Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur hér á landi stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali er þær ferðast milli staða að kvöld- og næturlagi. Ofbeldi eða ótti við að verða fyrir því er hluti af daglegu lífi kvenna víða um heim. Ofbeldið á sér stað hvenær sem er dagsins, á heimilum, á úti á götum, í almenningssamgöngum, á vinnustöðum og í kringum skóla svo dæmi séu nefnd.

UN Women vinnur að því að gera borgir öruggari fyrir konur og stúlkur víða um heim. Einföld leið til þess að draga úr ofbeldi er að lýsa upp dimmar götur. Í Nýju Delí hefur ljósastaurum verið komið fyrir í borginni, m.a. við strætó biðskýli og á almenningssalernum. í Mexíkóborg hafa sérstakir kvennastrætóar verið settir á laggirnar sem gera konum kleift að ferðast til og frá vinnu óáreittar. UN Women vinnur í samstarfi við borgaryfirvöld víða um heim að einföldum og ódýrum aðgerðum sem miða að því að uppræta og draga úr ofbeldi gegn konum og stúlkum á almenningssvæðum.

UN Women á Íslandi hvetur alla til að taka þátt í að gera borgir öruggari fyrir konur og stelpur með því að senda sms-ið Konur í 1900 (1000 kr.)

Í ár verður dansað á Akureyri, Reykjavík, í Rifi Snæfellsnesi, Ísafirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Borgarnesi, Strandabyggð, Hvammstanga, Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði.

Tónlistarhópur Ozon setur tóninn í Hnyðju og sér til þess að fólk fari dansandi inn í helgina.

UN Women á Íslandi hvetur vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og dansa fyrir réttlátum heimi. Aðgangur er ókeypis.

Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn!

#fokkofbeldi

-Athugið! Ný Fokk ofbeldi húfa fæst í verslunum Vodafone, á heimasíðu Vodafone og á unwomen.is.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón