A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverđlaun Strandabyggđar 2024

Heiđrún Harđardóttir | 18. júní 2024
« 1 af 3 »
Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt við hátíðlega athöfn 17 júní á Galdratúninu á Hólmavík. 

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024 hlaut Sauðfjársetur á Ströndum. Frá opnun Sauðfjársetursins hefur það auðgað allt menningarlíf á Ströndum og gestafjöldi safnsins aukist ár frá ári. Mikill metnaður er lagður í að endurnýja og setja upp nýjar hliðar sýningar ásamt föstu sýningunni. Þar er einnig rekið frábært kaffihús. Tvær stórar hátíðir eru haldnar ár hvert, Náttúrubarnahátíð og Hrútadómar, auk fjölda viðburða yfir veturinn. Þá var Sauðfjársetrið einnig tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2024. Geri aðrir betur. 

Sérstaka viðurkenningu Strandabyggðar vegna samfélagsmála 2024 hlaut Hafdís Gunnarsdóttir. Hafdís hefur unnið ötullega að því að sameina fólk og fyrirtæki á staðnum er kemur að því að koma upp frisbígolfvelli á eða við Hólmavík. Frisbígolf er nýtt sport sem hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi og kemur til með að glæða staðinn er varðar afþreyingu til muna. Að þessu hefur Hafdís unnið í sjálfboðaliðastarfi meðfram erfiðum veikindum og á skilið mikið hrós og lof fyrir einstaka jákvæðni og elju.

Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón