A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverđlaun Strandabyggđar 2023

| 19. júní 2023
« 1 af 2 »
Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2023 voru afhent um helgina á Þjóðhátíðardegi Íslendinga. 

Menningarverðlaunin eru afhent ár hvert af Tómstunda- Íþrótta- og Menningarnefnd Strandabyggðar að fengnum tilnefningum. Verðlaunin eru veitt fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar og er markmið þeirra að efla menningar og listastarf í Strandabyggð. 

Í ár voru afhennt tvö verðlaun, annarsvegar Menningarverðlaun og svo Sérstök verðlaun. 
Það er Raimonda Sareikaite sem hlaut menningarverðlaunin í ár en hún er listakona frá Litháen sem er búin að búa í Strandabyggð síðan 2018. Síðan þá hefur hún sett um fjórar listasýningar meðfram öðrum störfum. Það krefst sannarlega hugrekkist að taka sín fyrstu skref sem listamaður sem nýbúi í litlu samfélagi. Við erum mjög stolt af því sem hún hefur áorkað og vonumst til að fá að njóta áfram sköpunargáfu og listaverka hennar sem hafa verið frumleg og litrík. Við vonum að þessi viðurkenning veiti henni sem og örðum innblástur og hvatningu. Við teljum það sérstaklega mikilvægt að samfélagið styðji við sína nýbúa, taki eftir og kunni að meta hæfileika þeirra og framlag til samfélags og menningar. 

Sérstök verðlaun hlaut Jón Halldórsson, ljósmyndari fyrir ljósmyndir sem hann hefur tekið og birt af mannlífi og náttúru í gegnum árin. Myndirnar hanns eru ómetanleg heimild um líf á Ströndum og hefur hann næmt auga fyrir náttúru og dýralífi. Þá er þakkarvert hvað Jón hefur verið duglegur að deila myndum af daglegu amstri og náttúru svo aðrir geti notið. 

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju og þökkum gestum fyrir komuna. 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón