A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverðlaun 2013

| 02. júlí 2013
Ester Sigfúsdóttir og Viðar Guðmundsson, mynd e. Jón Jónsson
Ester Sigfúsdóttir og Viðar Guðmundsson, mynd e. Jón Jónsson
Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt á Hamingjutónum síðastliðinn laugardag.

Ásta Þórisdóttir, formaður tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar veitti verðlaunin. Menningarverðlaun eru veitt sem árleg hvatning til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektavert framtak á sviði menningar og lista í sveitarfélaginu á líðandi ári. Ákvörðun um handhafa verðlaunanna er tekin af nefndinni að fengnum tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Auk þess sem nefndin hefur heimild til að bæta við tilnefningum.

Verðlaunagripurinn Heiðlóan veitist þeim er hlýtur menningarverðlaunin ár hvert. Heiðlóan er hönnuð og smíðuð af handverksmanninum Hafþóri Ragnari Þórhallssyni og var hún nú veitt í fjórða sinn. Áður hafa leiklistarval Grunnskólans, Þjóðfræðistofa og Einar Hákonarson hlotið Menningarverðlaunin. Galdrasýningin á Ströndum og Sauðfjársetrið hafa einnig hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir framlag til menningarmála á Ströndum.

Í ár hlaut Sauðfjársetrið á Sævangi Menningarverðlaunin fyrir ýmiss konar sýningahald, fjölbreytta viðburði og metnaðarfulla dagskrá á árinu. Sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningarmála hlaut Viðar Guðmundsson, einkum fyrir að koma á beinum útsendigum frá kirkju á Heilbrigðisstofnuninni.

Innilega til hamingju með Menningarverðlaunin og bestu þakkir fyrir ykkar framlag.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón