A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningardvöl á Hólmavík

| 07. apríl 2017

Í sumar verður Fjósið/dreifnám FNV í útleigu til menningarstarfsemi annað árið í röð.

Tilgangur er að auka menningarlíf sveitarfélagsins. Starfandi listamenn/listhópa, fræðafólk, sjálfboðaliðar eða aðrir sem vinna að menningartendum málum geta sótt um að dvelja  í húsnæðinu gjaldfrjálst og standa í staðinn fyrir einhverskonar dagskrá eða viðburði í sveitarfélaginu. 

Leigutíminn er frá 19. maí- 2. ágúst en tímalengd fer eftir aðstæðum hverju sinni. Í húsnæðinu er eldhús, tvö salerni og allur nauðsynlegur húsbúnaður. Gist er á dýnum í tveimur herbergum og stofu ef með þarf en einnig er möguleiki að nota hluta rýmisins sem vinnustofu. Því miður er ekkert aðgengi fyrir hreyfihamlaða en íbúðin er á 2. hæð.

Auglýst verður eftir umsóknum frá 7. apríl – 28. apríl og mun TÍM nefndin fara yfir umsóknir á fundi í maí og ákveða úthlutun. Umsóknir skulu vera á umsóknareyðublaði sem finna má hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón