A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Malbik á Borgabraut

| 19. október 2015

Í dag hefur verið unnið að malbikun á Borgabraut á Hólmavík og þar með er stórum og mikilvægum áfanga náð í þessari stærstu gatnaframkvæmd á Hólmavík á síðari árum. Í allt sumar hefur vaskur flokkur heimamanna undir verkstjórn Valgeirs Arnar Kristjánssonar, unnið að þessu verki þar sem allar lagnir og leiðslur hafa verið yfirfarnar, lagðar og lagfærðar, fleygað úr klettum, skipt um jarðveg og gatan unnin undir malbik enda á milli. Það hefur sannast enn eina ferðina að við erum rík af góðu fólki hér í sveitarfélaginu, hér eru margir framúrskarandi verktakar með vélar og tæki sem þarf til svona verka. Nú horfum við til verkloka þetta haustið en lagning gangstétta og annar frágangur bíður vors. Hér meðfylgjandi eru myndir frá deginum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón