A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lokun nćstu daga í Íţróttamiđstöđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. febrúar 2019

Kæru íbúar og gestir.

 

Eins og við sögðum frá í september er mikil viðhaldsþörf í íþróttahúsinu okkar. Nú í þessari viku munum við fara í miklar endurbætur á lagnakerfi í kjallara og þá þarf að taka hita af húsinu. Því miður þarf að loka Íþróttamiðstöðinni frá þriðjudeginum 19. febrúar - sunnudagsins 24. febrúar vegna framkvæmdanna. Opnað verður aftur mánudaginn 25. febrúar.

Því miður lendir þessi lokun á sömu helgi og Strandagangan en við munum reyna að opna sturturnar á laugardaginn. Að öllu óbreyttu ætti það að takast. Við munum vera í sambandi við forsvarsmenn Skíðafélags Strandamanna og upplýsa þá um leið og við getum opnað.


Markmið okkar er að hér sé góð aðstaða til íþróttaiðkunnar og þetta er einn liður í því. Eins og sveitarstjóri tók fram í pistli sínum í september þá reynir þetta á samstöðu og skilning og við verðum að forgangsraða. 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón