A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lionsklúbburinn styður við samfélagsleg verkefni á Ströndum

| 01. nóvember 2011
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Lionsklúbburinn á Hólmavík færði Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík tannlæknastól að gjöf sem tekinn var í notkun í sumar. Einnig komu að gjöfinni Hólmadrangur og Kvenfélagið Glæður á Hólmavík. Lionsklúbburinn á Hólmavík hefur stutt vel við samfélagslega mikilvæg verkefni á Ströndum undanfarna áratugi.  Hluti af fjáröflun Lionsfélaga er innkoma á árlegu sjávarréttakvöldi sem klúbburinn hefur staðið fyrir og verður haldið næst laugardaginn 5. nóvember. 

Sjávarréttarkvöld Lionsklúbbsins eru afar vinsæl og því mikilvægt að panta borð sem allra fyrst. Hægt er að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844). Húsið opnar kl. 19:30 og verð er kr. 3.500 (ekki posi).

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón