A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikskólinn okkar - Lćkjarbrekka

| 18. febrúar 2019

Ef við horfum aðeins út fyrir ramma heimilisins þá má segja að uppbygging, þjálfun og örvun barna í leikskóla sé grunnurinn að menntaferli þeirra.  Þar hefst því undirbúningurinn fyrir lífið hvað menntun varðar.  Heimilið er þó alltaf sá staður þar sem foreldrar miðla til barna sinna þekkingu, reynslu, gildum og áherslum.

Leikskólinn lækjarbrekka sinnir þessu uppbyggingarhlutverki í dag fyrir 21 barn.  Þau hafa oft verið fleiri, en því miður hefur íbúum Strandabyggðar fækkað á undanförnum árum.  Við stefnum auðvitað að því að fjölga aftur íbúum og trúum því að það gerist í náinni framtíð.

Lækjarbrekka vinnur mikið og gott faglegt starf.  Skólinn sjálfur er mjög rúmgóður og vel búinn af öllum búnaði, leikföngum og því sem þarf til að skapa gott og uppbyggilegt umhverfi.  

Undanfarið hefur Lækjarbrekka glímt við starfsmannavanda, sem hefur valdið auknu álagi á starfsmenn skólans.  Við höfum brugðist við þessu með auknum stuðningi við stjórnendur og starfsmenn leikskólans, með aukinni samvinnu og samþættingu við Grunnskólann og með því að kalla eftir skilningi foreldra og aðstandenda. 

Það er þannig í litu samfélagi að návígið er mikið, tengingar manna miklar, en um leið eykst ábyrgð okkar allra.  Ég hvet alla íbúa til að hugleiða mikilvægi þess að hafa góðan leikskóla sem Lækjarbrekka er.  Ekkert er mikilvægara fyrir foreldra en að geta teyst því að börnin séu á góðum stað og í höndum fólks sem ber umhyggju fyrir börnunum og leggur allan sinn faglega metnað í sitt starf. Þannig leikskóli er Lækjarbrekka.

Stöndum með börnunum okkar, stöndum með Lækjarbrekku!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón