A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf viđ Vinnuskóla Strandabyggđar

| 11. apríl 2013

Vinnuskóli Strandabyggðar auglýsir eftir yfirleiðbeinanda sumarið 2013. Tvö fimm vikna tímabil verða í boði í Vinnuskóla Strandabyggðar í sumar og hefur yfirleiðbeinandi umsjón með þeim. Fyrra tímabil verður 3. júní - 5. júlí og seinna tímabil 15. júlí - 16. ágúst. Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir undir verkstjóra Áhaldahúss. Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:


- Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu
- Verkstjórn yfir aðstoðarfólki
- Verkstjórn yfir ungmennum í 7.-10. bekk
- Yfirumsjón og skipulagning verkefna
- Ábyrgð á verkfærum og innkaupum á vegum Vinnuskólans
- Samskipti og samstarf við áhaldahús, sveitarstjóra og tómstundafulltrúa Strandabyggðar og íbúa á svæðinu
- Annað sem til fellur


Gerð er krafa um góð samskipti og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 19. apríl. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón