A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kvennaverkfall í Strandabyggđ— Kallarđu ţetta jafnrétti?

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. október 2023

 

Þann 24. október 2023 munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi sjá kvennafri.is og koma saman til að styrkja samstöðuna.

Vegna kvennaverkfalls 24. október eru lokanir stofnana í Strandabyggð sem hér segir:
Grunnskóli-engin kennsla
Leikskóli-engin kennsla
Skrifstofa Strandabyggðar-lokað að hluta
Félagsþjónusta Strandabyggðar-lokað
Íþróttamiðstöð-lokað að hluta, nánar auglýst síðar

Við biðlum við til skipuleggjenda að tilkynna til okkar um viðburði á svæðinu og þegar hefur verið tilkynnt um samstöðufund á Malarhorni á Drangsnesi sjá dagskrá:

Þriðjudaginn 24. október 2023, eru konur og kynsegin fólk hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975.

Við ætlum að sýna okkar stuðning og um leið fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið með því að hittast og horfa á samstöðufundinn á Arnarhóli í beinu streymi.
Fundurinn verður haldinn á Malarkaffi og hefst með hádegismat kl. 12:00 (öll koma með e-ð á borðið).
Sjáumst!

sjá viðburð á facebook

Sýnum samstöðu það er sterkasta vopnið! Knýjum fram réttlæti! Áfram stelpur!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón