A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kvennafrídagurinn í Strandabyggð

| 22. október 2010
Kvennafrídagurinn á Hólmavík 2005. Mynd: strandir.is
Kvennafrídagurinn á Hólmavík 2005. Mynd: strandir.is

Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur allar konur sem starfa hjá sveitarfélaginu sem og aðrar konur á Ströndum til að fagna kvenna- frídeginum með því að ganga út frá störfum sínum mánudaginn 25. október kl. 14:25 og fjölmenna í Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík.

 

Í ár verður haldið upp á kvennafrídaginn í 35. sinn. Fyrsti kvenna- frídagurinn árið 1975 markar djúp spor í baráttusögu íslenskra kvenna. Talið er að þann dag hafi alls 90% kvenna lagt niður störf eða nánast helmingur þjóðarinnar, til þess að krefjast sömu réttinda og launa og karlar nutu á vinnumarkaði.

 

Kvennafrídagurinn í ár er helgaður baráttu kvenna gegn kynbundnu ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er sprottið af sama meiði og annað misrétti sem konur standa frammi. Það hefur að hluta til náð að brjótast upp á yfirborðið sem viðurkenndur vandi. Nægir í því sambandi að nefna misréttið sem viðgengst á vinnumarkaðnum og birtist í kynbundnum launamun og almennt minni framamöguleikum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón