A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kveikt á jólatrénu frá Noregi!

| 06. desember 2010
   

Þriðjudaginn 7. desember fer fram afhending á jólatré frá vinabænum Hole í Noregi. Kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju mun syngja og flutt verða stutt ávörp.  Athöfnin hefst kl. 18:00 og eru allir íbúar Strandabyggðar hvattir til að mæta.

 

Góðir gestir flytja okkur tréð alla leið frá Noregi, þær Ingeborg Hoy og Sissel Landel Dæhli. Þær koma til Hólmavíkur í dag og dvelja hér þangað til á fimmtudaginn. Þær munu kynna sér líf og starf á Ströndum þessa vikuna og munu m.a. heimsækja félagsstarf eldri borgara, leikskólann Lækjarbrekku, Grunn- og Tónskólann, fara í skoðunarferð í Galdrasafnið og í Strandakúnst auk þess sem þær fara í útsýnisferð um Bjarnafjörð og nágrenni. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir íbúum Hole hlýjar þakkir fyrir vinahug á liðnum árum. 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Mars 2021 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón