A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Koma svo - íţróttamađur ársins 2019

Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir | 08. janúar 2020

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2019 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, eigi síðar en 8. janúar 2020. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Útnefning er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka.

 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á íþrótta- og lýðheilsuhátíð Grunnskólans á Hólmavík fimmtudaginn 16. janúar 2020.


Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2020 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón