A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjörskrá vegna forsetakosninga 2024

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. maí 2024

Kjörskrá liggur frammi til kynningar, í afgreiðslu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25, fram að kjördegi.

Búið er að opna fyrir Hvar á ég að kjósa á vef Þjóðskrár. 


Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar. Hægt er að kjósa fyrir kjördag m.a. hjá sýslumönnum og erlendis. 

Kosning á Íslandi – hjá sýslumanni

Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum. Hér má sjá nánari upplýsingar um staðsetningu utankjörfundaratkvæðagreiðslu á vef sýslumanna. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum.


Kosning erlendis
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er. Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900. Bréfið er síðan sent til sveitarfélagsins þar sem kjósandi var síðast á kjörskrá.


Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Kjörfundur verður auglýstur síðar.

Formaður kjörstjórnar
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón