A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjörskrá og kjörfundur vegna alþingiskosninga 28.október 2017

| 21. október 2017

Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju Höfðagötu 3 Hólmavík,fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is  til að kynna sér hvar það er skráð.

 

Kjörfundur vegna kosninga til alþingis.

Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í  Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.    

Kjörfundur hefst kl. 09:00  laugardaginn 28. október 2017 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . Sbr. 1. mgr. 89 gr. laga nr. 24/2000  um kosningar til Alþingis.

Sérstök athygli kjósenda er vakin á  1. mgr. 79 gr. laga nr. 24/2000  um kosningar til Alþingis:


,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil".


Oddviti kjörstjórnar Strandabyggðar,
Viktoría Rán Ólafsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón