A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjördagur og kosning til sveitarstjórnar 14. maí 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022
Á laugardaginn göngum við til kosninga og kjósum til sveitarstjórnar.  Margir eru að kjósa í fyrsta skipti og eru óöruggir um hvernig framkvæmdin gengur fyrir sig.  Hér eru leiðbeiningar til þeirra úr lögum um kosninga til sveitarstjórnar:
English below

57. gr.
Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum, sem oddviti afhendir honum, fer kjósandi með hann inn í kjörklefann [þar sem kjósandinn má einn vera] 1) og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venjuleg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægilega vel ydd.

Þar skal einnig vera spjald jafnstórt kjörseðli með upphleyptum listabókstöfum og blindraletri, með glugga framan við hvern staf og vasa á bakhlið þannig að blindir geti gegnum gluggann sett kross framan við þann lista er þeir gefa atkvæði sitt og á þann hátt kosið í einrúmi og án aðstoðar.

   
58. gr.
Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru.

Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.

Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
--------
60. gr.
Kjósandi gætir þess, hvernig sem hann kýs, að gera engin merki á kjörseðilinn fram yfir það sem segir í lögum þessum.

61. gr.

Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð.

62. gr.
Þegar kjósandi hefur gengið frá kjörseðlinum samkvæmt framansögðu brýtur hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar hann tók við honum, gengur út úr klefanum og að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.
 
English:

On Saturday we go to the polls and vote for the local council. Many people are voting for the first time and are unsure about how it works. Here are instructions from the Local Government Elections Act:

 

Article 57

 When the voter has received the ballot paper, which is handed over to him by the forman of the voting comitee the voter takes it into the polling station [where the voter can be alone] 1) and at the table there. There shall be no less than two ordinary dark pencils on the table, provided by the electoral commission and ensuring that they are generally sufficiently well maintained.

 There shall also be a card equal to a ballot paper with embossed capital letters and braille, with a window in front of each letter and a pocket on the back so that the blind can put a cross in front of the list they are voting through and vote in private and without assistance. .

 

 Article 58

 A voter votes in a restricted proportional election in such a way that he marks with a pencil a cross on the ballot paper in front of the letter of the list he wants to vote for from those who are elected.

 If a voter wants to change the order of names in the list he chooses, he puts the number 1 in front of the name he wants at the top, the number 2 in front of the name he wants second in the row, the number 3 in front of the name he wants the third etc., to the extent that he wishes to change to.

 If a voter wants to reject a candidate on the list he or she elects, he or she crosses out his or her name.

-------

 Article 60

 A voter, however he chooses, shall make no mark on the ballot paper beyond what is stated in this Act.


 Article 61

 A voter may not add anything to lists that he or she does not vote for, nor cross out names on them or change the order of names on them.


 Article 62

 When a voter has completed the ballot paper according to the above, he breaks the ballot paper into the same fragment as he was in when he received it, walks out of the cell and to the ballot box and places the ballot paper in the box in the presence of a representative of the electoral commission. A voter shall ensure that no one can see how he or she voted.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón