A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kaffihúsafundur ungs fólks

| 18. febrúar 2014

Fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi verður haldinn kaffihúsafundur fyrir ungt fólk í Strandabyggð og nágrenni. Svipaður fundur var haldinn í Hnyðju í október síðastliðnum og ríkti mikil ánægja með hann. Þar var unnið með hugmyndina um ungmennahús, hvers vegna það væri mikilvægt og hvernig við vildum hafa það. 

Í þetta skiptið hittumst við í Félagsheimilinu kl. 20:00 þar sem Ungmennaráðið kynnir áform um opnun ungmennahúss og sýn sína í þeim efnum, en til stendur að opna ungmennahús þar í tilraunaskyni. Í framhaldinu ætlar Viktoría Rán hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða að kynna fyrir okkur gerð viðskiptaáætlana og aðstoða okkur við að láta drauminn um að opna kaffihús í ungmennahúsinu verða að veruleika. Að þessu loknu verður opið hús fram eftir kvöldi.

Allt ungt fólk á aldrinum 15-25 ára er sérstaklega hvatt til að mæta og leggja þannig grunninn að uppbyggingu ungmennahúss í Strandabyggð í Félagsheimilinu fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20:00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón