A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kćru Bókvíkingar

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 17. nóvember 2014
Nú er Bókavík, bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík, hafin.

Þessi vika verður helguð bókumenntum á alls kyns formi, þess að njóta þeirra og skapa. Viðburðirnir eru margir og dagskráin fjölbreytt enda unnin upp úr sigurtillögu Landsbyggðarvina og skipulögð af sigurvegurunum sjálfum, ungu fólki í Strandabyggð.

Í dag er bókadagur á Leikskólanum Lækjarbrekku og byrjað verður að hlusta á hljóðbók í heita pottinum í Sundlauginni í dag kl. 17 en fyrsta bókin á dagskránni er Blái Hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Leikfélagið verður með opinn samlestur í Grunnskólanum í dag kl. 18 en kl. 19:30 mun fólk segja frá sínum uppáhaldsbókum á Bókasafninu en það opnar vonandi nýjan lestrarheim fyrir áheyrendum. Deginum í dag lýkur svo með kvöldkaffi, upplestri og fróðleik um ritstörf Guðbjargar á Broddanesi á Sauðfjársetrinu kl. 21.

Auðbókin er á fleygiferð um sveitarfélagið og verður lesið upp úr henni á laugardaginn svo þið skulið endilega koma ykkar innleggi þar að sem allra fyrst.

Skipuleggjendur Bókavíkur hvetja alla til að halda áfram að skrá lestur sinn á allirlesa.is þrátt fyrir að keppninni þar sé formlega lokið.

Leggjum öll okkar að mörkum til að gera Bókavík að einstakri upplifun.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Mars 2019 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón