A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jólaball annan í jólum!

| 25. desember 2011
Jólasveinar á jólaballi á Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Jólasveinar á jólaballi á Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Jólaballið hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar skólastjóra Tónskólans, dansað verður í kringum jólatréð og vonandi sjá jólasveinar sér fært að kíkja í heimsókn - jafnvel með eitthvað góðgæti í poka?

Fjöldi aðila standa að jólaballinu að þessu sinni og má þar nefna sveitarfélagið Strandabyggð, Hólmadrang, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Sparisjóð Strandamanna og Arion banka. Frítt er inn fyrir alla.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Gleðileg jól!
Nefndin.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón