A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamaður ársins 2021 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. febrúar 2022
Þórey Dögg og Guðmundur Viktor verðlaunahafar 2021
Þórey Dögg og Guðmundur Viktor verðlaunahafar 2021
« 1 af 2 »


Í gær var tilkynnt um kjör Íþróttamanns ársins 2021 og verðlaun afhent. Ennfremur voru veitt hvatningarverðlaun til íþróttamanns. Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi afhenti verðlaunin og í inngangsorðum hennar kom m.a. fram hve mikilvægt sé að finna sig í gleðinni og lífsfyllingunni við þessar daglegu æfingar allt árið um kring því þá munu einstaklingar nái sem bestum árangri.

Báðir þessir verðlaunahafar sanni það enn einu sinni að afreksfólk þrífist jafnt á litlum stöðum sem og í  þéttbýli. Auðvitað þurfi að hafa fyrir hlutunum og lengra sé að sækja mót og þjálfun að einhverju leyti en grunnurinn er heima. Í aðstöðu og hugarfari þess sem stundar sína íþrótt af heilindum. Hér höfum við mikla möguleika til að vaxa enn frekar á sviði íþrótta. Jafnt almenningsíþrótta sem og afreksíþrótta. Við sem samfélag þurfum bara að vera meðvituð um að hlúa að fólkinu okkar, jafnt börnum sem fullorðnum, hér eftir sem hingað til og þá er framtíðin björt.


Íþróttamaður ársins

Íþróttamaður Strandabyggðar 2021 er Guðmundur Viktor Gústafsson en hann hlýtur þessa viðurkenningu fyrir afrek sín á sviði golfíþróttarinnar á síðasta ári en hann náði þeim árangri að komast í landsliðssæti eldri kylfinga í aldursflokknum 65+ með forgjöf. Hann er nú í 3.sæti yfir landið í þessum aldurshópi og við hlökkum til að sjá hann spila fyrir landsliðið á komandi árum. Guðmundur æfir á golfvellinum okkar á Skeljavíkurgrundum með Golfklúbbi Hólmavíkur og er einn af stofnmeðlimum klúbbsins frá 1994.

Hvatningarverðlaun Strandabyggðar, hlaut Þórey Dögg Ragnarsdóttir skíðakona.  Þórey hefur æft gönguskíðaíþróttina frá barnsaldri, sótt námskeið erlendis og keppt á mótum með góðum árangri. Hún æfir með Skíðafélagi Strandamanna og hefur einnig verið liðtæk við þjálfun og kennslu síðustu ár. 

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar Guðmundi og Þóreyju og aðstandendum þeirra, innilega til hamingju með þessar viðurkenningar og væntir enn meira af þeim í framtíðinni“



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón