A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur um málefni aldrađra

| 16. september 2011
Heiđursfólk á Hólmavík - ljósm. IV
Heiđursfólk á Hólmavík - ljósm. IV
Þann 19. september kl. 14:00 verður haldinn íbúafundur í Strandabyggð um málefni aldraðra. Eldri borgurum í Strandabyggð er boðið að mæta á fundinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík, en á honum verður farið yfir stöðu málaflokksins í sveitarfélaginu með það að markmiði að bæta það sem betur má fara. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps stendur fyrir fundinum, en Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun einnig mæta á hann auk þess sem Inga Sigurðardóttir mun kynna félagsstarf aldraðra í sveitarfélaginu í vetur. Allir eldri borgarar í Strandabyggð eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn.
   
Undir málefni aldraðra fellur, félagsleg heimaþjónusta, félagsstarf og fleira. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. um þjónustu við aldraða: „Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar henni er þörf. Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni aldraðra.
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón