A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur - Vangaveltur um hitaveitu í Strandabyggđ

| 29. janúar 2016
Næstkomandi miðvikudag, þann 3. febrúar nk. verður blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík sem ber yfirskriftina "Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík". Þau María Maack, verkefnastjóri hjá Atvest og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur munu vera með umfjöllun um efnið og síðan verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 19:30 og eru allir hjartanlega velkomnir.
 
Fundardagskrá er svohljóðandi:
  1. Sveitarstjóri setur fundinn
  2. María Maack hjá ATVEST gerir grein fyrir lögum um hitaveitur, kostum þeirra og tekur fyrir dæmi um nýlegar hitaveitur á landinu.
  3. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur segir frá jarðvarma í Strandabyggð og kostum sem koma til greina til að nýta í hitaveitu á Hólmavík. Fjallað verður um fyrri kostnaðarathuganir.
  4. María gerir grein fyrir hvers konar vinnu og tíma þarf til undirbúnings lagningu hitaveitu, meðal annars til að setja upp raunhæfa kostnaðaráætlun út frá ákveðnum hönnunarhugmyndum.
  5. Umræður og fyrirspurnir undir stjórn Maríu
 
Áætlað er að fundurinn vari í um 2 tíma.
 
Mætum öll og fræðumst um möguleika á hitaveitu.
 
Andrea K. Jónsdóttir
sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón