A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hvar á Lillaróló ađ vera?

Ţorgeir Pálsson | 05. desember 2023
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Eins og fram hefur komið, stendur til að byggja raðhús á reitnum þar sem Lillaróló er núna.  Það þarf því að færa róluvöllinn og vonandi verður hægt að nýta flest þeirra leiktækja sem þar eru.  En, hvert á róluvöllurinn að fara?   Rætt hefur verið um tvær staðsetningar;  annars vegar á túninu við veitingaskála Krambúðarinnar og hins vegar við ærslabelginn eða á því svæði.  

Við viljum fá tillögur íbúa hvað nýja staðsetningu varðar og því köllum við eftir ábendingum og hugmyndum.  Hægt er að senda inn hugmyndir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fram til loka dags 11. desember. n.k.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón