A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Húmor, sjósport, ljós og meira stuđ

| 24. mars 2021
Það er sannarlega nóg um að vera í Strandabyggð þessa dagana. Varðskipið Þór er í höfninni og hefur boðið börnum um borð, hver veit nema það sé í tilefni af því að í dag, miðvikudaginn 24. mars, verður stofnfundur Sjóíþróttafélags Steingrímsfjarðar á Kaffi Galdri kl 17:00. Þangað erum við öll velkomin og verður gaman að fylgjast með vexti fjölbreyttra útivistarmöguleika í og á sjó í okkar lygna firði.

Í kvöld og á morgun býður Leikfélag Hólmavíkur jafnframt upp á gjaldfrjálst ljósanámskeið í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir alla þá sem hafa áhuga á að nýta nýjan og glæsilegan tæknibúnað sem Leikfélagið hefur fjárfest í með stuðningi Sterkra Stranda.
Á morgun, fimmtudag, er auk ljósanámskeiðs aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík. Sérstök páskaopnun verður svo í Ozon um kvöldið fyrir alla krakka í 5.-10. bekk með páskakahoot og verðlaunum frá Krambúðinni.

Á föstudag fer árshátíð Grunnskólans svo fram með nýstárlegum hætti í félagsheimilinu en það þjóna kennarar og starfsfólk börnum til borð í glæsilegri 80s veislu sem börnin hafa undirbúið. Um kvöldið heldur miðstigið svo bekkjarkvöld í félagsmiðstöðinni Ozon.

Komandi helgi verður jafnframt haldið Húmorsþing á Hólmavík að frumkvæði Rannsóknarseturs HÍ í þjóðfræði og Arnkötlu. Vegna sóttvarnarreglna er nauðsynlegt að skrá sig en við erum öll velkomin meðan fjöldatakmarkanir leyfa. Nánari upplýginar um Húmorsþingið er að finna á Facebook.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón