A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreyfivikan er hafin

| 30. maí 2017
Hreyfivikan er nú í fullum gangi og nóg er um að vera. Hægt er að nálgast dagskrána í Strandabyggð á þessum hlekk og er óhætt að segja að hér sé nóg um að vera.

Leikskólinn tekur virkan þátt með dagslegum útileikjum og diskóteki, eldri borgarar bjóða með í sínar reglulegu göngur, hlaupahópurinn Margfætlurnar er óstöðvandi að vanda, foreldrar ungbarna fara í saman í kerrupúl og unglingarnir í Ozon ætla að hjóla í Bjarnarfjörð. Svo er auðvitað heilmikið um að vera í íþróttamiðstöðinni en þar er haldið utan um þær vegalengdir sem íbúum og gestum Strandabyggðar tekst að hlaupa, ganga og synda í vikunni, það verður spennandi að sjá hvað við komumst langt í sameiningu.

Á fimmtudaginn verður svo mikið stuð í sundlauginn en það verður frítt inn frá kl 16, blaknetið verður sett upp, allt dótið tekið fram og haldið heljarinnar sundlaugarpartý í tilefni Hreyfiviku.

Vonandi sjáumst við sem flest á viðburðum Hreyfiviku eða bara úti að hreyfa okkur.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón