A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreyfing á fólki á Ströndum

| 21. september 2011
Göngum í skólann. Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík međ mikilvćg skilabođ til íbúa. Myndir IV.
Göngum í skólann. Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík međ mikilvćg skilabođ til íbúa. Myndir IV.
« 1 af 7 »

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hafa undanfarna daga tekið þátt í verkefninu göngum í skólann. Allir þeir sem hafa gengið eða hjólað í skólann hafa daglega sett grænt laufblað á tré í skólanum. Með verkefninu er stuðlað að aukinni hreyfingu á sama tíma og vakin er athygli á þeirri mengun sem bifreiðar valda, bæði með útblæstri og hávaða. Sá hluti verkefnisins að skrá hreyfingu sína á tré hefur staðið yfir frá 14. september s.l. og lauk í dag með hópgöngu allra nemenda um Hólmavík. Nemendurnir höfðu hannað hvatningarskilti með mikilvægum skilaboðum til allra íbúa Strandabyggðar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík hafa án efa verið öðrum íbúum til fyrirmyndar því hvarvetna má sjá fólk stunda útivist af kappi í veðurblíðunni á Ströndum. Fólk á öllum aldri er í gönguferðum um bæinn og Borgirnar, hlaupurum hefur farið fjölgandi, hópur barna og ungmenna hafa verið í útileikjum á Hólmavík og sundferðirnar freista margra. Þar fyrir utan hafa menn verið uppi um fjöll og firnindi við smalamennskur. Það má því með sanni segja að það sé hreyfing á fólki á Ströndum.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón