A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

#Hrekkjavík

| 29. október 2020
« 1 af 2 »
Nú er komið að því!

Fimmtudaginn 29. október er draugahús og hrekkjavökuveisla í Ozon og Frístund fyrir alla krakka á Grunnskólaaldri.

Föstudaginn 30. október verður hægt að hlusta á fræðslu um Klemus á Galdratúninu milli kl. 17 og 19.

Sama dag kl 18 verður slökkt á öllum götuljósum í tvær klukkustundir. Íbúar, vinnustaðir og stofnanir eru hvött til að skreyta glugga og garða og spila hræðilega tónlist svo að úr verði eitt heljarinnar draugabæli um alla Hólmavík. Íbúar geta þá notið hrikalegrar en þó öruggrar gönguferðar í tilefni dagsins.

Við hvetjum síðan fólk til að leyfa skreytingunum að standa fram yfir helgi svo hægt sé að njóta þeirra og klára bingóið sem sent var heim og fylgir hér sem mynd.

Endilega deilið myndum á samfélagsmiðlum og merkið #hrekkjavík

Stuðningur Foreldrafélags Grunnskólans og samstarf við Orkubú Vestfjarða og Galdrasýninguna á Ströndum gerir þetta mögulegt, takk fyrir.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón