A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hrafnhildur Skúladóttir, nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 31. janúar 2022

Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið ráðin í nýtt sameinað starf íþrótta- og tómstundafulltrúa í Strandabyggð frá 1. febrúar 2022.

Hrafnhildur hefur starfað sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis Strandabyggðar á árunum 2015-2017 og frá 2019 og hefur langa starfsreynslu á sviði íþrótta-og ungmennastarfs, ferðamennsku og viðburðastjórnun. Hrafnhildur er stúdent af náttúrufræðibraut Borgarholtsskóla og málabraut MA og hefur lokið háskólaeiningum í ferðamálafræði, læknisfræði og lögfræði. Hún brennur m.a. fyrir lýðheilsu og forvarnarmálum og við hlökkum til samstarfs við hana áfram í nýju og spennandi starfi.

Á verksviði nýs íþrótta og tómstundafulltrúa er m.a. stjórn og verkefnavinna á málaflokkum íþrótta, tómstunda- og menningarstarfs, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Strandabyggðar, vinna að stefnumótum, umbótum og uppbyggingu með fagnefndum og sveitarstjórn ásamt faglegri og rekstrarlegri ábyrgð á starfsemi Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis, félagsmiðstöðinni Ozon, félagsstarfi eldri borgara, ungmennahúsi og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem sveitarfélagið kemur að. Verkefnastjórn um Vinnuskóla Strandabyggðar og sumarnámskeið.

Við bjóðum Hrafnhildi velkomna í nýja starfið!



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón