A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hlaup á laugardagsmorgni - allir međ!

| 05. október 2012
Umf. Geislinn stendur fyrir hlaupunum á laugardag
Umf. Geislinn stendur fyrir hlaupunum á laugardag
Laugardaginn 6. október fer fram lokapunktur Heilsueflingar í Strandabyggð. Þá fer fram hlaup fyrir alla aldurshópa á vegum Umf. Geislans, en Hildur Emilsdóttir heldur utan um skráningu (á facebook eða í s. 692-7260) og skipulagningu. Hægt er velja um tvær vegalengdir. 

10 km. hlaup hefst kl. 9:30
við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Hlaupið verður að Þiðriksvalladal og aftur til baka með tímatöku. Þá hefst skemmtiskokk kl. 11:00 við Íþróttamiðstöðina. Farið verður niður Hafnarbraut, hringur tekinn í gamla bænum og síðan aftur að Íþróttamiðstöðinni. Að sjálfsögðu er líka hægt að rölta í skemmtiskokkinu. Hressing verður í boði fyrir alla sem taka þátt. Strandamenn eru hvattir til að skella sér út og hlaupa, skokka eða ganga!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón