A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir | 22. apríl 2022

Árleg hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er í fullum gangi þessa dagana. Markmið söfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega og fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og fara með þau á móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og þar sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmanna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Hjólasöfnunin stendur yfir frá 1. mars og verður hjólunum úthlutað fram til byrjun maímánaðar.

Umsóknir um hjól úr söfnuninni

Þeir sem hafa áhuga og þörf fyrir að sækja um að fá hjól úr söfnuninni er bent á að hafa samband við félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps þar sem viðkomandi fær aðstoð við að senda inn umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2022.

Hægt er að hafa samband við Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, í netfang felagsmalastjori@strandabyggd.is og í síma 451-3510 eða Hjördísi Ingu Hjörleifsdóttur, starfsmann félagsþjónustu, í netfang hjordis@strandabyggd.is til að fá aðstoð með umsóknir.

Nánari upplýsingar 
Hjólasöfnun Barnaheilla | Barnaheill

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón