A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heimsókn frá Hole

| 19. nóvember 2012
Merki Hole og Strandabyggðar
Merki Hole og Strandabyggðar

Nú nálgast aðventan og þá fara flestir að huga að jólagjöfum. Strandabyggð fær eins og oft áður góða gjöf frá vinum okkar í vinabæjarsveitarfélaginu Hole í Noregi, en þaðan koma þrír hressir gestir færandi hendi með fallegt jólatré sem verður sett upp á Hólmavík. Norðmennirnir verða á ferðinni dagana 9.-11. desember. Hér með er óskað eftir sjálfboðaliðum sem eru til í að taka þátt í móttökunni, t.d. með því að bjóða gistingu, bjóða í mat, skoðunarferðir eða aðra afþreyingu.  Fólkið mun gista tvær nætur og vilja helst gista saman á heimili. Áhugasamir mega hafa samband í s. 865-3838 eða 451-3510 eða í netfangið salbjorg@holmavik.is.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón